top of page

ÁSTARJÁTNING

​Tónlist samin sem ástarbréf á Sígildum sunnudögum

Þann 1. mars 2020 lék Cauda Collective í Norðurljósasal Hörpu, tónlist sem öll átti það sameiginlegt að hafa verið skrifuð sem ástarbréf eða við ástarljóð. Flutt voru ný verk eftir Björk Níelsdóttur við eigið ljóð og ljóð eftir Pál Ólafsson og sönglagið Un dur eftir Halldór Smárason við ljóð Steins Steinarrs. Einnig var leikinn fyrri kafli einleikssónötu fyrir selló eftir Györgi Ligeti, sem hann samdi til samnemanda síns á námsárum sínum í Búdapest, og annar strengjakvartett Leoš Janáček sem tónskáldið sjálft kallaði Intimate Letters. Verkið var innblásið af langri og innilegri vináttu hans og Kamila Strösslová, giftri konu sem var 38 árum yngri en hann. Strengjakvartettinn endurspeglar eðli sambands þeirra, en þau skiptust á um 700 bréfum við hvort annað. Þá var flutt verkið Chanson perpétuelle eftir Ernest Chausson en þar syngur sópransöngkona hlutverk konu sem hefur verið yfirgefin af elskhuga sínum

Flytjendur:

Björk Níelsdóttir: sópran,

Hulda Jónsdóttir: fiðla

Jane Ade Sutarjo: píanó ,

Sigrún Harðardóttir: fiðla.

Þóra Margrét Sveinsdóttir: víóla,

Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló.

Eva Björg Harðardóttir hannaði leikmynd,

búninga og útlit.

mynd-20200301-34.jpg
bottom of page