top of page

ÓÐUR TIL HAFSINS

Tónlist tileinkuð hafinu í Hafnarborg 9. júní 2019

Á þessum tónleikum skoðaði Cauda Collective þá þverstæðu að mennirnir hafa lengi verið innblásnir af rómantískum humyndumum hafið í listsköpun sinni en staðreyndin er sú að mannkynið hefur mengað hafið gríðarlega síðustu ár, og þar spilar sjávarrusl, sérstaklega plast, stórt hlutverk sem ógn við heilbrigði sjávar og stranda. Flutt voru þrjú tónverk sem öll fjalla um mikilfengleika hafsins, í leikmynd eftir Evu Björgu Harðardóttur, sem m.a. var gerð úr plasti. Á tónleikunum var frumflutt á Íslandi píanótríó eftir Toru Takemitsku sem nefnist Between Tides, nýtt verk eftir Sigrunu Harðardóttur Sjávarföll frumflutt og leikin var ný útsetning Þórdísar Gerðar Jónsdóttur af verkinu Sea Pictures eftir Edward Elgar

Flytjendur: 

Björk Níelsdóttir: sópran, Jane Ade Sutarjo: píanó, Sigrún Harðardóttir: fiðla,​ Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló.

hafið1.jpeg
hafið2.jpeg
bottom of page