top of page

ÖLD VATNSBERANS

Tónleikar á Sígildum sunnudögum 5. febrúar 2023

Samkvæmt stjörnuspekingum hefur nú gengið í garð öld vatnsberans sem á að einkennast af mikilli endurskipulagningu á heimsmynd mannanna, fyrst með niðurbroti og svo með enduruppbyggingu, en einnig af vaxandi víðsýni mannshugans.

Af því tilefni hélt kammerhópurinn Cauda Collective tónleika í Norðurljósasal Hörpu. Þar sátu tónleikagestir í sætum röðuðum í stóran hring umhverfis flytjendurnar og hverjum og einum tónleikagesti var úthlutaður stóll merktur sinu stjörnumerki. Flutt var Dýrahringurinn eða Tierkreis eftir Stockhausen í útsetningu flytjenndanna, auk nýrra verka eftir Finn Karlssson og Fjólu Evans, samin sérstaklega fyrir tilefnið. 

Flytjendur:

Björg Brjánsdóttir, flauta

Björk Níelsdóttir, sópran

Grímur Helgason, klarinett

Laura Liu, fiðla

Matthias Engler, slagverk

Sigrún Harðardóttir, fiðla

Þóra Margrét Sveinsdottir, víóla

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

Ljósmyndir tók Ingibjörg Friðriksdóttir

  • Spotify
  • Instagram
  • Facebook
  • Youtube
bottom of page