top of page

ÖLD VATNSBERANS

Tónleikar á Sígildum sunnudögum 5. febrúar 2023

Samkvæmt stjörnuspekingum hefur nú gengið í garð öld vatnsberans sem á að einkennast af mikilli endurskipulagningu á heimsmynd mannanna, fyrst með niðurbroti og svo með enduruppbyggingu, en einnig af vaxandi víðsýni mannshugans.

Af því tilefni hélt kammerhópurinn Cauda Collective tónleika í Norðurljósasal Hörpu. Þar sátu tónleikagestir í sætum röðuðum í stóran hring umhverfis flytjendurnar og hverjum og einum tónleikagesti var úthlutaður stóll merktur sinu stjörnumerki. Flutt var Dýrahringurinn eða Tierkreis eftir Stockhausen í útsetningu flytjenndanna, auk nýrra verka eftir Finn Karlssson og Fjólu Evans, samin sérstaklega fyrir tilefnið. 

Flytjendur:

Björg Brjánsdóttir, flauta

Björk Níelsdóttir, sópran

Grímur Helgason, klarinett

Laura Liu, fiðla

Matthias Engler, slagverk

Sigrún Harðardóttir, fiðla

Þóra Margrét Sveinsdottir, víóla

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

Ljósmyndir tók Ingibjörg Friðriksdóttir

bottom of page