top of page
ADEST FESTUM
Adest Festum er tónverk eftir Caudu Collective sem byggir á nýjum útsetningum og frjálsri túlkun á elsta varðveitta nótnahandriti Íslands, Þorlákstíðum frá 14. öld. Verkið, sem varð til í Skálholti sumarið 2020 er í 20 köflum fyrir fiðlu, víólu, selló og baritone fiðlu. Hljóðritun verksins fór fram í Norðurljósasal Hörpu sumarið 2020.
Flytjendur og höfundartónverks:
Sigrún Harðardóttir: fiðla og baritón-fiðla,
Þóra Margrét Sveinsdóttir, víóla,
Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló.
Hafþór Karlsson hljóðritaði og hljóðblandaði.
bottom of page