top of page
Cauda lógó svart með engum bakgrunni.png

Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem leita út fyrir rammann í tónlistarflutningi sínum. Hlutverki flytjandans er ögrað; hann semur líka tónlist, útsetur, spinnur og vinnur þvert á miðla. Hópurinn leitar nýrra leiða til að túlka gamla tónlist í samtali við nútímann, gjarnan með hjálp annarra listforma. Cauda Collective hefur komið fram á Sígildum sunnudögum í Hörpu, Sumartónleikum í Skálholti, Aldrei fór ég suður á Ísafirði og Centre Pompadour í Frakklandi svo eitthvað sé nefnt. Í starfi Cauda Collective er lögð áhersla á að vinna náið með tónskáldum og hefur hópurinn frumutt fjölda nýrra tónverka. Hópurinn vinnur einnig í samsköpun nýjar útsetningar á ýmis konar tónlist sem ekki tilheyrir klassískri tónlist, má þar nefna samstarfsverkefni með Mugison á 10 ára afmæli Haglél og hljómplötuna Adest Festum sem kom út árið 2021 og inniheldur nýja nálgun Cauda Collective á einu elsta nótnahandriti Íslands, Þorlákstíðum. Cauda Collective hefur hlotið fjölda viðurkenninga og styrkja, m.a. úr Starfslaunasjóði listamanna, Tónlistarsjóði og Styrktarsjóði SUT og RH. Cauda Collective hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum flytjandi ársins, hópar: sígild og samtímatónlist, og platan Adest Festum hlaut tilnefningu fyrir bestu plötu í flokki þjóðlagatónlistar. 

 

 

Fyrri VERKEFNI

Starfsárin 2018-2023

 

  • FERÐALAG TIL FRAKKLANDS OG TUNGLSINS: Residensía í Centre Pompadour í Frakklandi maí 2018 og tónleikar í Mengi. Flutt voru verk fyrir fiðlu og selló eftir Maurice Ravel, Halldór Eldjárn og Sigrúnu Harðardóttur.

  • NÁTTÚRAN, SÍNUSBYLGJAN OG KRINGLAN: Tónleikar í kapellu Háskóla Íslands 7. október 2018. Leikin voru verk fyrir fiðlu, selló og segulband eftir Guðna Franzson, Ríkharð H. Friðriksson, Sigrúnu Harðardóttur og Þórdísi Gerði Jónsdóttir.

  • ÓÐUR TIL HAFSINS: Tónleikar í Hafnarborg 9. júní 2019, þar sem flutt var kammertónlist eftir Sigrúnu Harðardóttur, Toru Takemitsu og Edward Elgar, sem öll fjalla um hafið. Tónleikarnir fóru fram í leikmynd eftir Evu Björgu Harðardóttur.

  • LÍÐUR AÐ TÍÐUM: Tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík, 23. desember 2019, þar sem fluttir voru m.a. hlutar úr nýrri tónsmíð eftir meðlimi Caudu Collective byggða á Þorlákstíðum, auk annarra verka fyrir strengjatríó.

  • ÁSTARJÁTNING: Tónleikar á Sígildum Sunnudögum í Hörpu, 1. mars 2020, þar sem flutt voru kammerverk sem öll voru samin sem einhvers konar ástarbréf. Tónleikarnir fóru fram í leikmynd eftir Evu Björgu Harðardóttur.

  • ADEST FESTUM: Residensía í Skálholtskirkju í júlí 2020 þar sem samið var nýtt tónverk fyrir strengjatríó byggt á köflum úr Þorlákstíðum. Verkið var hljóðritað í Hörpu síðar um sumarið og gefið út sumarið 2021.

  • AÐ FANGA FRELSIÐ: Tónleikar á Sígildum Sunnudögum í Hörpu, 22. ágúst 2021. Flutt voru kammerverk sem öll tengjast frelsi eða frelsisssviptingu, þ.e. Kvartett fyrir endalok tímans eftir Olivier Messiaen (1908-1992), Coming Together (frumflutningur á
    Íslandi) eftir Frederic Rzewski (1938-2021) og frumflutt var With All My Love, Art eftir Ingibjörgu Friðriksdóttur (f. 1989).

  • HAGLÉL Í 10 ÁR: Samstarfsverkefni við Mugison þar sem platan Haglél var útsett fyrir kammersveit og Mugison sjálfan á 10 ára afmæli plötunnar. Tónleikar fóru fram á Græna hattinum á Akureyri og í Bæjarbíó Hafnarfirði í nóvember 2021. Þá var einnig gerð heimildarmynd um verkefnið í samstarfi við RÚV.

  • CLARA: Nýtt tónleikhús eftir Caudu Collective um líf og starf Clöru Schumann, píanóleikara og tónskáld. Flutt á tónleikaröðinni Tíbrá í Salnum í Kópavogi 8. mars 2021. 

  • NÝ PLATA MEÐ MUGISON: Strengja- og bakraddaútsetningar fyrir nýja plötu með Mugison. Hljóðritað í Sundlauginni sumarið 2022. 

  • ÖLD VATNSBERANS: Kammertónleikar á tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu 5. febrúar. Flutt voru verk sem öll fjalla um stjörnusspeki, þ.e. Tierkreis (Dýrahringurinn) eftir Karlheinz Stockhausen (1928-2007) auk nýrra verka eftir Finn Karlsson (f. 1988) og Fjólu Evans (f. 1987).  Meðlimir Caudu sáu um útsetningar á Tierkreis og sátu tónleikagestir í hring utan um flytjendurnar, hver í sæti merktu sínu stjörnumerki. Flytjendur voru Björg Brjánsdóttir, Björk Níelsdóttir, Grímur Helgason, Matthias Engler, Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinssdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir.

    Þá hefur Cauda Collective einnig tekið þátt í verkefnum eins og Norrænum músíkdögum í Færeyjum sumarið 2021, Sumartónleikum í Skálholti sumurin 2020 og 2020 og haldið tónleika í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. 

 

Þátttakendur fyrri ára

Agnes Wild: leikstjórn og handritsgerð

Björg Brjánsdóttir: flautuleikur og útsetningar

Björk Níelsdóttir: söngur, leikur, útsetningar og verkefnastjórn

Borgar Magnason: slagverksleikur

Eva Björg Harðarrdóttir: hönnun útlits, leikmyndar og búninga

Fjóla Evans: tónsmíðar

Finnur Karlsson: tónsmíðar

Grímur Helgason: klarinettuleikur og útsetningar

Hafþór Karlsson: hljóðritanir

Halldór Eldjárn: tónsmíðar og myndlist

Hrönn Þráinsdóttir: píanóleikur

Hulda Jónsdóttir: fiðluleikur

Kirsten Brehmer: textagerð og upplestur

Ingibjörg Friðriksdóttir: tónsmíðar

Jane Ade Sutarjo: píanóleikur

Jóhann Axel Ingólfssson: leikari

Juliet Rowland: ljósmyndir

Laura Liu: fiðluleikur

Matthias Engler: slagverksleikur og útsetningar

Matthías M.D. Hemstock: slagverksleikur

Pétur Oddbergur Heimisson: verkefnastjórn

 

 

 

Sigrún Harðardóttir: fiðluleikur, tónsmíðar, útsetningar, handritsgerð og verkefnastjórn

Þóra Margrét Sveinsdóttir: víóluleikur, útsetningar og verkefnastjórn

Þórdís Gerður Jónsdóttir: sellóleikur, tónsmíðar, útsetningar, handritsgerð og verkefnastjórn

Örn Elías Guðmundsson (Mugison): söngur, gítarleikur og útsetningar

bottom of page