top of page
DA VERDEN VAR MINDRE
EFTIR BIRGIT DJUPEDAL
Samstarfsverkefni Caudu Collective og norska tónskáldsins Birgit Djupedal, samið fyrir og frumflutt á Norrænum músíkdögum (Nordic Music Days) í Færeyjum haustið 2021. Birgit samdi verkið við ljóð eftir danska ljóðskáldið Doris Nielsen sem fjallar á nostalgískan hátt um gamla tíma þegar heimurinn var minni og lífið var einfaldara. Verkið er samið fyrir raddir, fiðlu, selló og langleik, sem er nokkurs konar norsk systir íslenska langspilsins.
Heyra má hljóðbrot og lesa meira um verkið á heimasíðu Birgit hér.
Flytjendur:
Birgit Djupedal: tónskáld, langeleik og söngur,
Sigrún Harðardóttir: fiðla og söngur,
Þórdís Gerður Jónsdóttir. selló og söngur.
bottom of page