top of page

FERÐALAG TIL FRAKKLANDS OG TUNGLSINS

Tónleikar í Centre Pompadour Frakklandi og Mengi Reykjavík í maí 2018

Leikin var kammertónlist fyrir fiðlu og selló sem öll tengdist, á mislangsóttan hátt, Frakklandi, tunglinu eða ferðum Frakka til tunglsins. Fluttir voru þrír kaflar úr verkinu Poco Appolo sem er sjalfskapandi (e. generative) tónverk eftir Halldór Eldjárn, forritara og tónlistarmann. Það er unnið upp úr ljósmyndasafni geimferðastofnunarinnar NASA sem inniheldur í kringum 15.000 ljósmyndir sem allar voru teknar á tunglinu á árinu 1969-1975 í könnunarferðum okkar þar. Þessi útsetning er sérstaklega gerð fyrir kammerhópinn Cauda Collective. Þá var flutt sónata fyrir fiðlu og selló eftir franska tónskaldið Maurice Ravel frá árunum 1920-1922 við myndbandsinnsetningu Sigrúnar Harðardóttur þar sem mátti sjá ýmsar hliðar af daglegu lífíi í geimleiðöngrum. Að lokum var flutt ný tónlist Sigrúnar Harðardóttur við frönsku kvikmyndina Le Voyage dans la Lune eftir Georges Méliès sem kom út árið 1902. Kvikmyndin fjallar um hóp geimfara sem fara á tunglið, hitta þar Seleníta, íbúa tunglsins, sem líst ekkert á þessa óboðnu gesti. Geimförunum tekst að sleppa undan Selenítunum og komast öruggir aftur heim á jörðina þar sem jarðarbúar fagna afrekum þeirra. Kvikmyndin er "þögul", en í hverju kvikmyndahúsi var gjarnan sögumaður sem útskýrði framvindu sögunnar og tónlistarmmaður sem spilaði hljóð effekta og tónlist. Undirbúningur tónleikanna fór að mestu fram í Centre Pompadour í þorpinu Ercourt í Frakklandi þar sem Cauda Collective var í listamannadvöl í maí 2018. Flytjendur voru Sigrun Harðardóttir á fiðlu og Þórdis Gerður Jónsdóttir á selló. Um hönnun og útlit sá Eva Björg Harðardóttir.

frakkland1.jpeg
frakkland2.jpeg
mengi.jpeg
bottom of page