top of page

​​​​​

Eldblik er tónleikaröð Caudu Collective í Hannesarholti.

Á henni er lögð áhersla á að flytja fjölbreytta kammertónlist frá öllum tímabilum Vestrænnar tónlistarsögu auk þess sem eldri verkum er teflt saman við nýja íslenska tónlist. Tónleikarnir fara fram í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts, þar sem smæð salarins og nánd áheyrenda við flytjendur mætast í hlýrri hljóðvist rýmisins. Þannig er löðuð fram einstök stofutónleikastemning. Markmið verkefnisins er að búa til vettvang fyrir unnendur kammertónlistar til að njóta hennar í litlu rými með fjölbreyttri dagskrá sem höfðar til fjölbreyttari hóps hlustenda en aðrar sígildar tónleikaraðir. Þá verður gætt að því að á hverjum tónleikum hljómi verk eftir bæði konur og karla.

​​

Spegill, spegill

Hannesarholti, 27. september 2024 kl. 20:15 

Cauda Collective hefur tónleikaröð sína í Hannesarholti með verkum eftir þær Eygló Höskuldsdóttur Viborg (f. 1989) og Jesse Montgomery (f. 1981). Leiknir verða strengjakvartettar og dúettar fyrir sópran og selló eftir bæði tónskáldin, sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í New York. Verk Eyglóar Silfra og Kona lítur við einkennast af áferðarfögrum strófum þar sem flaututónar strengjahljóðfæra eru notaðir á frumlegan hátt. Verk Jesse, Loisaida, My Love og Break Away, einkennast af leikglöðum en kraftmiklum laglínum sem oft eru unnar upp úr spuna.

 

Strengjafjölskyldan

Hannesarholti, 17. nóvember 2024 kl. 11:00

Á þessum fjölskyldutónleikum fá ungir tónleikagestir að kynnast hljóðfærum strengjafjölskyldunnar í gegnum skemmtilegar sögur og tónlist frá ýmsum tímabilum. Í lok tónleikanna er hægt að skoða hljóðfærin í návígi, spyrja spurninga og prófa að spila! Hentar börnum á leikskólaaldri.

 

Franskur febrúar

Hannesarholti, 7. febrúar 2025 kl. 20:15 

Frönsk impressjónísk kammerveisla! Flutt verða þrjú af eftirlætis tónverkum Caudu Collective eftir Maurice Ravel (1875-1937): Strengjakvartett í F-dúr, Söngvar frá Madagaskar og Pavane fyrir látna prinsessu. Þá verður flutt Næturljóð eftir Lili Boulanger (1893-1918) sem varð árið 1913 fyrst kvenna til að hreppa hin virtu tónsmíðaverðlaun Prix de Rome.

 

FLXS

Hannesarholti, 25. apríl 2025 kl. 20:15

Innblásin af Fluxus hreyfingunni heldur Cauda Collective gjörningaviðburð þar sem flutt verða ýmis tónverk, ný og gömul, sem öll eiga það sameiginlegt að vera samin fyrir flytjendur án hljóðfæra. Á dagskrá eru m.a. verk eftir Louis d'Heudières (f. 1988), Jennifer Walshe (f. 1974) og Meredith Monk (f. 1942), auk þess sem Pétur Eggertsson (f. 1985) semur verk sérstaklega fyrir Cauda Collective. Pétur er annar helmingur teknófiðludúósins GEIGEN, tónskáld og listamaður sem leggur sérstaka áherslu á þátttöku áhorfenda í verkum sínum.

 

Eldmóðir

Hannesarholti, 16. maí 2025 kl. 20:15

Cauda Collective kannar ýmsar birtingarmyndir mæðra í kammermúsík. Verkin sem verða flutt eru Parasite fyrir sópran og víólu eftir Sóleyju Stefánsdóttur (f. 1986), ...og í augunum blik minningana eftir Svein Lúðvík Björnsson (f. 1962), sem fjallar um móður Sveins sem var klettur í lífi margra sem leituðu til hennar; Verklärte Nacht eftir Arnold Schönberg (1874-1951) sem er byggt á ljóði þar sem kona segir ástmanni sínum að hún sé ólétt eftir annan mann, og INNI eftir Þuríði Jónsdóttur (f. 1967) sem byggt er á upptökum af nýbura að nærast hjá móður sinni.


 

Cauda í Salnum 

Tónleikar Cauda Collective í Salnum í Kópavogi 2024-2025

 

Óvænt svörun // Tíbrá tónleikaröð

Salnum í Kópavogi, 24. nóvember 2024 kl. 13:30, listamannaspjall kl. 12:30

Glænýjar tónsmíðar eftir tónlistarfólk sem á að baki litríkan feril í jazz-, popp- og raftónlist; auk þess að eiga það sameiginlegt að starfa bæði sem hljóðfæraleikarar og tónskáld. Á efnisskrá eru ný verk fyrir sópran og strengjatríó eftir Hafdísi Bjarnadóttur (f. 1977), Hauk Gröndal (f. 1975), Samúel Jón Samúelsson (f. 1974) og Sigrúnu Jónsdóttur (f. 1989)

 

Jólasagan úr Messíasi

Salnum í Kópavogi, 6. desember 2024 kl. 20

Kammeruppfærsla af fyrsta þætti óratoríunnar Messías sem Georg Friedrich Händel (1685-1759) skrifaði um líf og dauða Jesú. Um er að ræða endursögn af jólaguðspjallinu og verður á þessum tónleikum fluttur af fjórum einsöngvurum, sem einnig syngja kórkaflana, auk lítillar strengjasveitar. Í lok tónleikanna gefst gestum tækifæri til að syngja jólasálma ásamt einsöngvurunum við undirleik strengjasveitarinnar.

 

Skjól: strengir og skinn

Salnum í Kópavogi, 5. apríl 2025 kl. 20.

Ný tónlist fyrir strengi og slagverk eftir slagverksleikarann Kristófer Rodriguez Svönuson. Tónlistin er að hluta til þróuð og útfærð í spunasmiðjum flytjenda. Kristófer er bæjarlistamaður Kópavogs 2024-2025.

 

Cauda Collective 2024-2025:

Listrænir stjórnendur: Björk Níelsdóttir, Sigrún Harðardóttir, Þóra Margrét Sveinsdóttir og Þórdís Gerður Jónsdóttir.

 

Flytjendur: Björk Níelsdóttir sópran, Birgir Steinn Theodórsson kontrabassi, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir fiðla, Guðrún Hrund Harðardóttir víóla,  Guja Sandholt mezzó-sópran, Gunnhildur Daðadóttir fiðla, Halldór Bjarki Arnarson semball, Jane Ade Sutarjo píanó, Júlía Mogensen selló, Karl James Pestka víóla, Kristófer Rodriguez Svönuson slagverk, Matthías Hemstock slagverk, Natalia Duarte víóla, Sigrún Harðardóttir fiðla, Sólveig Magnúsdóttir flauta, T.C. Fitzgerald kontrabassi, Unnsteinn Árnason bassi, Þóra Margrét Sveinsdóttir víóla og Þórdís Gerður Jónsdóttir selló.

bottom of page